Umsjˇnara­ilar

Kristjßn Freyr Kristjßnsson hefur yfirumsjˇn me­ Atvinnu- og nřsk÷punarhelgunum.áKristjßn er framkvŠmdastjˇri Innovit, nřsk÷punar- og frumkv÷­laseturs.

Umsjˇnara­ilar

Kristján Freyr Kristjánsson hefur yfirumsjón með Atvinnu- og nýsköpunarhelgunum. Kristján er framkvæmdastjóri Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs. Kristján er með meistaragráðu í markaðsfræðum- og alþjóðaviðskiptum, þar sem meistararitgerð hans bar heitið „Einkenni árangursríkra frumkvöðla“. Kristján er einnig útskrifaður frá námskeiðum Ken Morse frá MIT: „Global Sales Strategies for Ambitious Business Executives“. Kristján verður til staðar á viðburðunum og aðstoðar teymi við framgöngu þeirra viðskiptahugmynda.

Diljá Valsdóttir stýrir Atvinnu- og nýsköpunarhelgunum. Diljá er verkefnastjóri hjá Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlasetri og stýrir stærstu viðskiptaáætlanakeppni á Íslandi, Gullegginu, ásamt því að koma að skipulagningu annarra verkefna á vegum Innovit. Diljá er með BS próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og leggur stund á meistaranám í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá sama skóla. Diljá verður til staðar á viðburðunum og aðstoðar teymi við framgöngu þeirra viðskiptahugmynda.


Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir tekur þátt í skipulagningu á Atvinnu- og nýsköpunarhelgunum. Margrét er sérfræðingur nýsköpunarþjónustu Landsbankans. Hlutverk nýsköpunarþjónustu Landsbankans er að styðja bæði frumkvöðla og stuðningsumhverfi nýsköpunar.  Margrét  er með BS  próf í verkfræði og meistarapróf í hagfræði og orkufræðum.  Hún telur að mikilvægt sé að auka samvinnu innan nýsköpunarumhverfisins og leiða saman aðila sem gagnast geti hverjum öðrum. Landsbankinn ætlar að vera leiðandi aðili í að blása nýju lífi í atvinnulífið og taka virkan þátt í að byggja upp samfélagið til langs tíma. Atvinnu- og nýsköpunarhelgarnar eru kjörið tækifæri til að láta gott af sér leiða í þeim efnum.

 

Almennar upplřsingar

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin
meira hér
anh@innovit.is

Vi­ erum ß Facebook

Gerðu like á okkur og fylgstu með okkur á facebook

Pˇstlisti

Skrß­u ■ig ß pˇstlistann okkar