Fyrri višburšir

ANH į Akureyri  Helgina 15-17. aprķl 2011 fór fram Atvinnu- og Nżsköpunarhelgin į Akureyri. Į višburšinn męttu yfir 70 manns og voru 27

Fyrri višburšir

ANH á Akureyri 

Helgina 15-17. apríl 2011 fór fram Atvinnu- og Nýsköpunarhelgin á Akureyri. Á viðburðinn mættu yfir 70 manns og voru 27 viðskiptahugmyndir kynntar. Í kjölfarið gátu þátttakendur valið hvaða viðskiptahugmyndir þeim þótti bestar og unnið var að þeim hugmyndum sem fengu mestan hljómgrunn. Þá tók við 48 klukkustunda vinnusmiðja sem stýrð var af Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetri. Á vinnusmiðjunni áttu þátttakendur að koma sem mestu í framkvæmd og fengu leiðsögn frá fjölmörgum sérfræðingum frá svæðinu sem unnu náið með þeim yfir helgina. Loks hlutu fimm viðskiptahugmyndir viðurkenningu og verðlaun. Hugmyndirnar voru af ólíkum toga og mislangt á veg komnar:

 • Arctic Ocean World 
  Hugmynd um sjávardýragarð á Akureyri ólíkt því sem þekkist annars staðar. 
   
 • Metan úr Héraði 
  Hugmynd um Metan framleiðslu. Yfir helgina var unnið að innri uppbyggingu og nauðsynlegum útreikningum. 
   
 • Stub Hygiene
  Hugmynd um að búa til hreinsibúnað fyrir staurfótanotendur.  
   
 • Upplifun, ævintýri innan seilingar
  Hugmynd um upplifunarpakka á internetinu fyrir fólk af öllum toga.   
   
 • Cast Productions
  Hugmynd um myndbandagerð fyrir stærri og smærri fyrirtæki.  

Aðdragandi helgarinnar var vilji sjálfstæðra atvinnurekenda á Akureyri til þess að byggja upp vöxt Akureyrar. Leitað var eftir stuðningi frá meira  en 20 fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu til þess að leggja verkefninu lið. Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur aðstoðaði við skipulagningu og stýrði verkefnum helgarinnar en fjölmargir aðrir sérfræðingar, til  að mynda frá Stefnu Hugbúnaðarhúsi, Háskólanum á Akureyri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands,  Akureyrarbæ og Atvinnuþróunarfélaginu  komu yfir helgina og aðstoðuðu þátttakendur við verkefnin.

 

Skipuleggjendur Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar á Akureyri:

Mattias

Mattías Rögnvaldsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Stefnu hugbúnaðarhús ehf. Stefna hefur verið í stöðugri sókn í gegnum árin og í dag starfa þar níu manns. Matthías er einn af upphafsmönnum Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar og hefur unnið öturlega að nýsköpun og atvinnusköpun um áraraðir. Hans von til viðburðarins á Akureyri var að skapa störf og koma bæði nýjum og gömlum hugmyndum af stað til þess að efla samfélagið. 

 

 

 

Siggi

Sigurður Guðmundsson er framkvæmdastjóri The Viking og bæjarfulltrúi á Akureyri.  Sigurður stofnaði ferðamannaverslun á Akureyri fyrir rúmum áratug í 20 fermetra húsnæði en rekur nú 7 verslanir víða um landið. Hann vinnur einnig að nýsköpunarverkefni tengt sjávarútvegi og matvælaframleiðslu. Að hans mati er uppbygging smárra fyrirtækja góð leið til árangurs en markið skuli ætið sett hátt. Sóknarfæri liggi víða og er það á ábyrgð samfélagsins í heild að veita alla hugsanlega aðstoð við framgang nýrra atvinnutækifæra. Að geta tengt ólíka aðila saman við vinnu hugmynda er vænlegast til árangurs því allir stefni að sama marki þótt ólíkir séu. Í hans huga er Atvinnu- og nýsköpunarhelgin stórt tækifæri fyrir nýjar  hugmyndir við atvinnusköpun.

 

 

Kristján

 Kristján Freyr Kristjánsson stýrði Atvinnu- og nýsköpunarhelginni á Akureyri. Kristján er framkvæmdastjóri Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs. Kristján er með meistaragráðu í markaðsfræðum- og alþjóðaviðskiptum, þar sem meistararitgerð hans bar heitið „Einkenni árangursríkra frumkvöðla“. Kristján er einnig útskrifaður frá námskeiðum Ken Morse frá MIT: „Global Sales Strategies for Ambitious Business Executives“. Þá stýrði hann áður stærstu viðskiptaáætlana keppni á Íslandi, Gullegginu ásamt því að koma að fjölmörgum námskeiðum á háskólastigi sem snýr að nýsköpunar- og frumkvöðlastarfi. 

 

 

 


 

 

Almennar upplżsingar

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin
meira hér
anh@innovit.is

Viš erum į Facebook

Gerðu like á okkur og fylgstu með okkur á facebook

Póstlisti

Skrįšu žig į póstlistann okkar