FAQ - Algengar spurningar

Fyrir hvern er ■etta? Ůetta er fyrir alla. Ef ■˙ hefur hugmynd sem ■˙ vilt koma Ý framkvŠmd, e­a langar a­ vinna me­ ÷­rum teymum a­ framkvŠmd hugmyndar

FAQ - Alegengar spurningar

Fyrir hvern er þetta?

Þetta er fyrir alla. Ef þú hefur hugmynd sem þú vilt koma í framkvæmd, eða langar að vinna með öðrum teymum að framkvæmd hugmyndar þá er þetta fyrir þig. Að stíga fram og kynna hugmynd getur verið stórt skref en við erum til staðar fyrir þig til aðstoðar.

Afhverju er þetta öll helgin?

Markmiðið er að koma sem mestu í framkvæmd á einni helgi. Hvert teymi sem verður myndað setur sér ákveðin markmið um hverju þau ætli að ná og stefna að því að klára það yfir helgina. Ef að menn sjá sér ekki fært að vera allan tímann er það í góðu lagi.

Hverjir munu aðstoða mig?

Margir sérfræðingar eru kallaðir til leiks. Menn og konur með mikla reynslu og þekkingu eru til staðar fyrir þig. Að þú náir árangri er okkar markmið.

Hvað ef ekki er unnið með mína hugmynd um helgina?

Í raun snýst helgin um samvinnu. Ef þín hugmynd heldur áfram erum við öll tilbúin að leggja þér lið. Þess vegna leggur þú líka þitt af mörkum í vinnu annarra hugmynda. Þáttakendur eiga eftir að öðlast dýrmæta reynslu við þróun hugmyndar. Tengslanetið sem myndast um helgina kemur til með að nýtast öllum þátttakendum. Hvatinn sem myndast hvetur aðra til að halda áfram.

Hvernig hugmyndir eru boðlegar?

Allar hugmyndir. Ef þér finnst hugmyndin góð, þá átt þú að skrá þig.

Hvað gerist eftir helgina?

Eftir vinnu helgarinnar eiga margar hugmyndir mun styttri leið fyrir höndum til að komast til framkvæmdar. Tengslanetið sem myndast um helgina mun nýtast til framtíðar.

Stelur ekki bara einhver hugmyndinni minni?

Þeir sérfræðingar sem koma að verkefninu með okkur og hafa staðið fyrir mörgum svipuðum viðburðum telja svo ekki vera. Þeir sem ná lengst með sínar hugmyndir eru yfirleitt þeir sem finna góðan hóp að fólki til að vinna með sér að hugmyndinni, segja sem flestum frá henni og fá ábendingar um það sem megi betur fara.

Kostar eitthvað inn á helgina?

Ekkert kostar að skrá sig, bara mæta og taka þátt!

Almennar upplřsingar

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin
meira hér
anh@innovit.is

Vi­ erum ß Facebook

Gerðu like á okkur og fylgstu með okkur á facebook

Pˇstlisti

Skrß­u ■ig ß pˇstlistann okkar