Um anh

Atvinnu- og nřsk÷punarhelgin (ANH) er samstarfsverkefni Innovit nřsk÷punar- og frumkv÷­laseturs og Landsbankans. ┴ nŠstu mßnu­um ver­a Atvinnu- og

Um ANH

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin (ANH) er samstarfsverkefni Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs og Landsbankans. Á næstu mánuðum verða Atvinnu- og nýsköpunarhelgar haldnar um allt land í samstarfi við sveitarfélög landsins. Viðburðurinn er að erlendri fyrirmynd sem reynst hefur vel og eru viðlíka helgar haldnar um allan heim (e. Startup Weekend).

Markmið helganna er að virkja fólk til athafna og er hver helgi hugsuð sem vettvangur fyrir þá sem langar að koma eigin viðskiptahugmynd í framkvæmd eða taka þátt í uppbyggingu hugmynda annarra. Viðburðirnir standa yfir frá föstudegi til sunnudags og þar fá þátttakendur tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum og njóta leiðsagnar og innblásturs frá sérfróðum aðilum. 

Fyrirkomulag:

 • Þátttakendur halda stutta kynningu á viðskiptahugmynd sem þeir vilja vinna að yfir helgina. Það er í góðu lagi að hugmyndin sé á byrjunarpunkti og kvikni jafnvel á staðnum.
   
 • Allir þátttakendur, líka þeir sem kynna viðskiptahugmyndir, eru beðnir um að velja 3 hugmyndir sem þeim fannst hljóma best í kynningunni sem var haldin.
   
 • Kannað er hvaða hugmyndir fengu mestan hljómgrunn og unnið er áfram með þær yfir helgina. Þátttakendur skipta sér í teymi og vinna að uppbyggingu þeirra hugmynda sem taldar voru bestar. Þátttakendum er jafnframt velkomið að vinna sérstaklega í sínum hugmyndum yfir helgina.
   
 • Settar eru ítarlegar vörður um hvernig beri að þróa viðskiptahugmyndina yfir helgina og hvaða vörðum hópurinn ætli sér að ná.
   
 • Unnið er af hörku alla helgina og fjölmargir einstaklingar líta við og aðstoða við uppbyggingu hugmyndanna.
 
 
      Global network                                            Global sponsors

 

Almennar upplřsingar

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin
meira hér
anh@innovit.is

Vi­ erum ß Facebook

Gerðu like á okkur og fylgstu með okkur á facebook

Pˇstlisti

Skrß­u ■ig ß pˇstlistann okkar