Yfir 500 manns tóku ţátt í átakinu

Atvinnu- og nýsköpunarátaki sem Klak Innovit og Landsbankinn hafa stađiđ fyrir frá haustinu 2011 er nú lokiđ. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir

Yfir 500 manns tóku ţátt í átakinu

Atvinnu- og nýsköpunarátaki sem Klak Innovit og Landsbankinn hafa staðið fyrir frá haustinu 2011 er nú lokið. Í fréttatilkynningu frá Landsbankanum segir að verkefnið hafi gengið vonum framar. Sameiginlega stóðu bankinn og Klak Innovit fyrir 11 svokölluðum Atvinnu- og nýsköpunarhelgum (ANH)  á jafn mörgum stöðum á landinu og var aðsókn góð. Tæplega 200 viðskiptahugmyndir af ýmsum toga litu dagsins ljós og alls tóku yfir 500 einstaklingar þátt í þessum viðburðum. 

Atvinnu- og nýsköpunarhelgarnar eru byggðar á erlendri fyrirmynd sem gengur undir nafninu „Start-up weekend“. Þær eru hugsaðar sem vettvangur fyrir þá sem langar að koma eigin viðskiptahugmynd í framkvæmd eða taka þátt í uppbyggingu á hugmyndum annarra. Unnið er með hugmyndir sem kynntar eru á föstudagskvöldi og þær þróaðar áfram yfir helgina með aðstoð þátttakenda og fjölda leiðbeinenda, þar til vinnu lýkur síðla sunnudagsins. 

Heildarmarkmið Landsbankans og Klak Innovit með þessu átaki var að efla frumkvöðlastarf  og vöruþróun og skapa vettvang fyrir nýsköpun, ekki síst á þeim svæðum þar sem ANH helgarnar hafa verið haldnar og hafa sveitarfélög og fyrirtæki á hverju svæði tekið virkan þátt í  þeim. Sérfræðingar Landsbankans og Klak Innovit sem og fjöldi frumkvöðla og annarra sérfræðinga hafa veitt ráðgjöf og þátttakendum hefur verið boðið að þróa áfram sínar viðskiptahugmyndir með ráðgjöf frá Klak Innovit og bankanum.  

Nokkrar þeirra hugmynda sem fram hafa komið á ANH hafa síðar fengið styrki frá Rannís, nýsköpunarstyrk frá Landsbankanum eða aðrar viðurkenningar og styrki. Þá eru dæmi um vörur sem verið er að hefja sölu á, t.d. Tannstrá, tannstönglar úr stráum og Ævispor, hugbúnaður sem aðstoðar fólk við að geyma sögur sínar og skilaboð til ættingja og vina.


Almennar upplýsingar

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin
meira hér
anh@innovit.is

Viđ erum á Facebook

Gerðu like á okkur og fylgstu með okkur á facebook

Póstlisti

Skráđu ţig á póstlistann okkar