Tækifæri til nısköpunar á Atvinnu- og nısköpunarhelginni á Akureyri

Næstu helgi, dagana 5. til 7. apríl fer fram Atvinnu- og nısköpunarhelgi á Akureyri. Viğburğurinn er vettvangur fyrir şá sem langar ağ koma

Tækifæri til nısköpunar á Atvinnu- og nısköpunarhelginni á Akureyri

Næstu helgi, dagana 5. til 7. apríl fer fram Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri. Viðburðurinn er vettvangur fyrir þá sem langar að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd eða taka þátt í uppbyggingu hugmynda annarra.

Þetta er í þriðja sinn sem Atvinnu- og nýsköpunarhelgin fer fram á Akureyri en 2011 og 2012 fóru slíkar helgar fram við frábærar viðtökur bæjarbúa. Ljóst er að mörg tækifæri til nýsköpunar leynast í bæjarfélaginu og mikill vilji er meðal bæjarbúa til þess að efla atvinnulífið og auka fjölbreytileika starfa. Margar áhugaverðar hugmyndir hafa komið þar fram, þar á meðal hugmyndin um Tannstrá (www.tannstra.is) sem kynnt var fyrir rúmu ári síðan og er nú komin í framleiðslu og sölu. Hugmyndin er hugarfóstur Snæfríðar Ingadóttir en tannstráin eru tannstönglar gerðir úr íslenskum stráum. Hugmyndin vann til þriðju verðlauna á Atvinnu- og nýsköpunarhelginni á Akureyri 2012. 

Atvinnu- og nýsköpunarhelgar eru að erlendri fyrirmynd, en „Startup weekend“, hafa farið sigurför um allan heim. Hér á Íslandi hafa slíkar helgar verið haldnar víða um land undanfarin ár með góðum árangri. Hátt í 500 manns hafa fram til þessa sótt viðburðina og stigið þar sín fyrstu skref að stofnun fyrirtækja. Markmið helganna er að virkja fólk til athafna og standa viðburðirnir yfir frá föstudegi til sunnudags þar sem  þátttakendur fá tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum og njóta leiðsagnar og innblásturs frá sérfróðum aðilum.

Viðburðurinn er öllum opinn og það kostar ekkert að taka þátt. Yfir helgina fá þátttakendur tækifæri til þess að ná lengra með hugmyndir sínar með aðstoð fjölmargra sérfræðinga. Eins verða flutt gagnleg erindi um uppbyggingu hugmynda og stofnun fyrirtækja. Viðburðurinn er því fyrir alla þá sem hafa hugmyndir að vöru eða þjónustu, starfandi fyrirtæki og einnig þá sem langar að aðstoða aðra við uppbyggingu hugmynda.

Innovit og Landsbankinn standa að viðburðinum í samstarfi við Akureyrarstofu, Tækifæri fjárfestingasjóð, Stefnu hugbúnaðarhús og Háskólann á Akureyri. Eins styður fjöldi fyrirtækja og einstaklinga við viðburðinn með margvíslegum hætti. Viðburðurinn fer fram í Háskólanum á Akureyri.

Frekari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má finna á www.anh.is

Frá Atvinnu- og nýsköpunarhelginni á Akureyri 2012

 


Almennar upplısingar

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin
meira hér
anh@innovit.is

Viğ erum á Facebook

Gerðu like á okkur og fylgstu með okkur á facebook

Póstlisti

Skráğu şig á póstlistann okkar