Startup Weekend Reykjavík 15. - 17. mars

Dagana 15.- 17. mars nk. fer fram svokölluğ Startup Weekend í Háskólanum í Reykjavík. Helgin er samstarfsverkefni Innovit og Landsbankans en ağ henni koma

Startup Weekend Reykjavík 15. - 17. mars

Dagana 15.- 17. mars nk. fer fram svokölluð Startup Weekend í Háskólanum í Reykjavík. Helgin er samstarfsverkefni Innovit og Landsbankans en að henni koma fjölmargir aðilar s.s. mentorar, dómnefnd, stuðningsaðilar og sjálfboðaliðar.

Startup Weekend er alþjóðlegur viðburður sem hefur farið sigurför um heiminn. Markmið viðburðarins er að byggja upp viðskiptahugmyndir á 54 klukkustundum.

Þátttakendur mæta á staðinn, með eða án hugmyndar og fá innblástur og leiðsögn við að byggja upp viðskiptahugmynd sem í framtíðinni gæti orðið að fullvaxta fyrirtæki. Hinn þaulreyndi Alistair Shepherd frá Startup Weekend Europe mun leiða starfið yfir helgina en hann hefur staðið fyrir sambærilegum viðburðum út um allan heim.

Öllum er frjálst að taka þátt en þar koma saman einstaklingar með ólíka menntun og bakgrunn, einna helst tæknimenntaðir, viðskiptafræðingar, grafískir hönnuðir og frumkvöðlar.

Hvað er innifalið?

-Hjálpsamir og reynslumiklir mentorar
-Leiðsögn og kennsla á tól og tæki sem nýtast við stofnun fyrirtækja
-Gagnlegir fyrirlestrar
-Verðlaun fyrir bestu hugmyndina
-Matur allan tímann (morgun-, hádegis- og kvöldmatur og snarl á milli)
-Drykkir allan tímann (gos, kaffi, orkudrykkir) 

Taktu af skarið og skapaðu eigin framtíð!

 

Dagskrá og nánari upplýsingar má nálgast á www.iceland.startupweekend.org og www.startupweekend.org.

 


Almennar upplısingar

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin
meira hér
anh@innovit.is

Viğ erum á Facebook

Gerðu like á okkur og fylgstu með okkur á facebook

Póstlisti

Skráğu şig á póstlistann okkar