SŠng ˙r Ýslenskri ull nřtt ˙tflutningstŠkifŠri ß Akureyri

Hugmynd a­ sŠng ˙r Ýslenskri ull ■ˇtti besta vi­skiptahugmyndin ß Atvinnu- og nřsk÷punarhelginni sem fram fˇr nřli­na helgi ß Akureyri. Hugmyndin er

SŠng ˙r Ýslenskri ull nřtt ˙tflutningstŠkifŠri ß Akureyri

Hugmynd að sæng úr íslenskri ull þótti besta viðskiptahugmyndin á Atvinnu- og nýsköpunarhelginni sem fram fór nýliðna helgi á Akureyri. Hugmyndin er hugarfóstur Önnu Þóru Ísfold sem hannar undir merkjum Isfold.

Að sögn Önnu Þóru eru sængur úr íslenskri ull mjög gott útflutningstækifæri. Íslenska ullin sé þeim eiginleikum gædd að hún haldi vel hita og hleypi raka frá sér. Þessir eiginleikar henti vel til sængurgerðar: 

„Eiginleikar vörunnar eru helst þeir að þér verður heitt nánast samstundis án þess að ofhitna. Ullarsæng jafnar hitastig líkamans og hleypir út raka með náttúrulegum hætti. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að gigtveikir nái lengri draumsvefni með ullarsæng“

Ísland spilar meginhlutverk í allri hönnun og markaðssetningu vörunnar:

„Menningarlegur arfur íslensku sauðkindarinnar gegnir lykilhlutverki í hönnun og textagerð vörum Isfold. Þá mun tenging við íslenskan menningararf og þjóðsögur setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að markaðssetningu, bæði erlendis sem og hér heima.“

Uppskera helgarinnar kom Önnu Þóru skemmtilega á óvart. Það sem situr eftir er trú fólks á vöruna og möguleika hennar til árangurs hér á landi og erlendis. Þátttaka á Atvinnu- og nýsköpunarhelgi er að hennar sögn frábært veganesti í áframhaldandi vinnu við undirbúning og stofnun Isfold 

Atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Akureyri fór fram í samstarfi við Akureyrarstofu, Tækifæri fjárfestingasjóð, Stefnu Hugbúnaðarhús og Háskólann á Akureyri. Eins studdi fjöldi fyrirtækja og einstaklinga við viðburðinn með margvíslegum hætti.

Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og Landsbankinn hafa undanfarna tvo vetur staðið fyrir Atvinnu- og nýsköpunarhelgum í samstarfi við sveitarfélög um land allt. Markmið helganna er að virkja fólk til athafna og skapa vettvang fyrir þá sem langar að koma viðskiptahugmynd í framkvæmd og njóta leiðsagnar á því sviði. Áður hafa Atvinnu- og nýsköpunarhelgar farið fram á Suðurnesjum, Hornafirði, Reykjavík, Akranesi, Fjarðabyggð og Ísafirði.

Um er að ræða síðasta viðburðinn í vetur og hafa þessar helgar heppnast vonum framar, þátttakendur telja á fimmta hundrað og fjölmargar viðskiptahugmyndir hafa tekið sín fyrstu skref á viðburðunum.


Almennar upplřsingar

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin
meira hér
anh@innovit.is

Vi­ erum ß Facebook

Gerðu like á okkur og fylgstu með okkur á facebook

Pˇstlisti

Skrß­u ■ig ß pˇstlistann okkar